Erfðaráðgjöf
Erfðaráðgjöf er ferli þar sem einstaklingar og fjölskyldur fá aðstoð við að skilja erfðir og afleiðingar erfðasjúkdóma.
Um 80% sjaldgæfra sjúkdóma eiga sér erfðafræðilega orsök, ýmist eingöngu eða í samspili við aðra þætti. Þróun læknisfræðinnar, aukin sérfræðiþekking og tækninýjungar gera að verkum að greining sjaldgæfra sjúkdóma hefur orðið hraðari og betri.
Fyrir börn yngri en 16 ára
- Foreldrar eða forráðamenn skrá sig inn í Landspítalaappið sem umboðsaðilar. Það er gert með því að:
-
ýta á Meira hnappinn neðst í hægra horni appsins
-
velja Skrá inn sem umboðsaðili.
Ungmenni 16 til 18 ára skrá sig sjálf inn í appið með rafrænum skilríkjum.
Beiðni um tímabókun í erfðaráðgjöf
-
Beiðni um tímabókun í erfðaráðgjöf er gerð gegnum Landspítalaappið.
-
Ef þú ert með þekkta erfðabreytingu í fjölskyldu, þarf að tilgreina sjúkdóm, gen og nafn ættingja með breytinguna.
-
Ef margir í fjölskyldu eru með sjúkdóm en engin erfðabreyting er þekkt, verður beiðni aðeins samþykkt ef einstaklingur með einkenni eða forráðamaður viðkomandi leitar eftir þjónustu.
-
Útskýrðu erindið vel í beiðninni – annars gæti beiðninni verið hafnað. Hálftómar beiðnir verða ekki teknar til greina.
-
Þú getur aðeins sótt um fyrir sjálfan þig – eða fyrir einstakling í þinni forsjá.